EMBO styrkir til ráðstefna og fyrirlesara - Vísindi og samfélag

21.3.2007

RANNÍS veitir athygli á styrkjum sem EMBO veitir vegna verkefna og ráðstefnuhalds sem stuðla að því að gera lífvísindi aðgengilegri fyrir samfélagið.

Hægt er að fá allt að € 2000 styrk fyrir verkefni. Upphæðina má nýta að vild, hvort sem um ræðir að dekka allan kostnað við verkefnið eða hluta þess.

Umsóknir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Umsækjandi verður að vera vísindamaður í lífvísindum innan Evrópu
  • Styrkirnir eru aðeins veittir vegna ráðstefna eða verkefna í Evrópu

Nánari upplýsingar má fá hér á slóð EMBO

 

Ertu að plana ráðstefnu á sviði lífvísinda?

EMBO veitir einnig styrk vegna einstakra fyrirlesara á ráðstefnur. Hægt er að sækja um allt að € 1000 vegna komu fyrirlesara sem ræðir um málefni er varða vísindi og samfélag.

Nánari upplýsingar má fá hér á slóð EMBO









Þetta vefsvæði byggir á Eplica