ESF býður upp á 6 nýjar EUROCORES áætlanir

17.4.2007

ESF (European Science Foundation) hefur auglýst eftir umsóknum í 6 nýjum EUROCORES áætlunum sem styðja rannsóknir hópa vísindamanna í Evrópu. Rannsóknasjóður styður þátttöku íslenskra vísindamanna í EUROCORES.

ESF auglýsir einnig eftir tillögum að nýjum EUROCORES áætlunum fyrir 2008.

EUROCORES er aðferð til að sækja í marga evrópska sjóði samtímis. Taki íslendingur þátt í umsókn fer íslenski hluti hennar fyrir stjórn Rannsóknasjóðs í samkeppni við allar aðrar umsóknir sem berast árið 2007.

Áætlanirnar 6 eru:

EuroSTRESS (Stress and Mental Health). Umsóknafrestur rennur út 21. maí 2007.

LogICCC (Modelling intelligent interaction - Logic in the Humanities, Social and Computational Sciences). Umsóknafrestur rennur út 11. maí 2007.

HumVIB (Cross-National and Multi-level Analysis of Human Values, Institutions and Behaviour). Umsóknafrestur rennur út 14. maí 2007.

TOPO-EUROPE (4-D Topography Evolution in Europe: Uplift, Subsidence and Sea Level Change). Umsóknafrestur rennur út 9. maí 2007.

FANAS (Friction and Adhesion in Nanomechanical Systems). Umsóknafrestur rennur út 4. júní 2007.

EuroQUASAR (European Quantum Standards in Metrology). Umsóknafrestur rennur út 11. maí 2007.

Tillögur að nýjum áætlunum þurfa að berast fyrir 1. júní 2007.

 Sjá nánar hér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica