COST opin lýsing eftir umsóknum auglýst 1. des 2007

3.12.2007

Skilafrestur for- umsókna til nýrra COST netverkefna er til 28. mars 2008, en þá verður u.þ.b. 75 umsækjendum boðið að senda inn fullgerða umsókn fyrir 20. maí 2008, en um 25 ný netverkefni verða þá valin.   http://www.cost.esf.org/index.php?id=721

 

COST er samstarfsvettvangur vísindamanna á öllum sviðum vísinda. ESB greiðir ferðakostnað á vinnufundi  en ekki fyrir rannsóknarvinnuna sjálfa.

 

 

COST- Evrópusamstarf á sviði vísinda- og  tæknirannsókna (European Cooperation in the field of Scientific and Technical Research)   er almennur  rammi um samstarf á sviði vísinda- og tæknirannsókna. Innan COST- vettvangsins er  fremur unnið að samræmingu verkefna á tilteknum sviðum en beinlínis samvinnu um einstök rannsóknarverkefni. COST- netverkefni ("COST Actions") eru fyrst og fremst til að auðvelda evrópskum vísindastofnunum að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum  rannsóknarsviðum. Þátttakendur í COST-netverkum skiptast á reynslu og niður-stöðum með skipulegum hætti (fundir, ráðstefnur o.fl.) og stuðla þannig að auknum heildarárangri á viðkomandi sviði.   Nú eru 34 þjóðríki aðilar að COST- samstarfsvettvanginum:  Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, FYROM-Makedónía, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Luxembúrg, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenia, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og  Tyrkland.    Að auki er Ísrael samstarfsland með full réttindi nema atkvæðisrétt í stjórnarnefnd, CSO og  sviðsnefndum, DC.   COST-samstarfið var formlega sett á fót af 19 löndum árið 1971. Ísland hefur verið aðili að samstarfinu síðan 1991. COST CSO fulltrúar eru Hjördís Hendriksdóttir ,vísindafulltrúi, sendirráði Íslands í Brussel og Snæbjörn Kristjánsson, verkfr. Rannís sem einnig er landsfulltrúi (COST National Contact).     Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu  

COST      http://www.cost.esf.org/

  Og ýmis gögn um  COST og þátttöku í Cost verkefnum  á

http://www.cost.esf.org/index.php?id=38

 

Nánari upplýsingar um COST veitir:   Snæbjörn Kristjánsson verkfr.,     skr@rannis.is Laugavegi 13   

Sími:     515 5800  / 515 5814   

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica