Námskeið í umsóknarskrifum 7. rannsóknaáætlunarinnar

17.3.2008

Þann 1. apríl 2008 verður haldið hálfsdags námskeið sem kallast Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í 7. rá. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að sækja um í rannsóknaáætlun ESB eða eru þátttakendur í vísindasamstarfi á alþjóðavettvangi. Námskeiðsgjald er 18.000 kr. og skráning fer fram í netfangi rannis@rannis.is eða í síma 515 5800.

Dagskrá námskeiðsins:

  • Yfirlit yfir 7. rannsóknaáætlun ESB
  • Markmið og forgangssvið
  • Tegundir verkefnastyrkja
  • Hvernig á að finna samstarfsaðila
  • Mat á umsóknum
  • Undirbúningur og hugmyndir
  • Áætlanagerð
  • Umsóknarskrif

Leiðbeinandi verður Dr. Sean McCarthy from Hyperion sem er einn eftirsóttasti ráðgjafi á þessu sviði í Evrópu.

Námskeiðið fer fram á ensku. Þátttökugjald er 18.000 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar

Athugið a fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráningarfrestur er til 31. mars 2008. Skráning á rannis@rannis.is eða í síma 515 5800.

Nánari upplýsingar á alþjóðasviði Rannís í netfangi alla@rannis.is

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica