Forsætisráðherrar vilja efla norrænt samstarf á sviði rannsókna og þróunar

11.4.2008

  

Riksgränsen-yfirlýsingin miðar að því að efla norrænt samstarf, m.a. á sviði rannsókna- og þróunar til þess að mæta áskorunum hnattvæðingarinnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna og framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar eftir norræna "Davosfundinn" sem haldinn var í Riksgränsan.-Riksgränsen-yfirlýsingin sem forsætisráðherrarnir standa að, veitir okkur styrk til að halda áfram starfinu við að mæta áskorunum hnattvæðingarinnar. Fundurinn í Riksgränsan hefur eflt norræna samkennd, sagði Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Á fundi í Punkaharju í fyrra samþykktu forsætisráherrarnir fjölmörg verkefna með það að markmiði að mæta áskorunum hnattvæðingarinnar. Þetta leiddi til endurskipulagningu í norrænu samstarfi til að auka skilvirkni. Nú hefur framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar fundað með forsætisráðherrunum fimm í Riksgränsen í Svíþjóð til þess að færa starfið á næsta stig.

-Það mikilvægasta við norrænt samstarf er að Norðurlönd nýti sameiginlegan rannsókna- og nýsköpunarkraft ásamt sterkri samkeppnisstöðu til að mæta áskorunum á alþjóðavettvangi. Fundurinn í Riksgränsan veitir fleiri aðilum tækifæri til að taka þátt og koma skoðunum sínum á framfæri. Umræður um tillögur um öndvegisrannsóknir voru bæði jákvæðar og þeim vel tekið - það eflir framtíðarstarfið, sagði framkvæmdastjórinn.

Markmiðið með fundinum í Riksgränsan dagana 8. og 9. apríl sem haldinn var undir yfirskriftinni "Samkeppnishæf Norðurlönd í hnattvæddum heimi" var að stuðla að og efla umræðu um tækifæri og áskoranir hnattvæðingarinnar og leiða saman fulltrúa frá Norðurlandaráði, sjálfstjórnarsvæðunum, atvinnulífi, iðnaði, mennta- og rannsóknageiranum, frjálsum félagsamtökum og ráðuneytum.

Fundurinn í Riksgränsan var fyrsti hnattvæðingarfundurinn á norrænum grundvelli.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica