Þróunarsjóður EEA/EFTA auglýsir styrki til samstarfs milli háskóla á Íslandi og í Slóvakíu

5.11.2008

Þróunarsjóður EEA/EFTA auglýsir styrki sem miða m.a. að því að auka samstarf milli háskóla á Íslandi og Slóvakíu. Ætlunin er að styrkja verkefni sem byggja á nánara samstarfi milli nemenda, kennara og rannsakenda í gegnum skiptiprógrömm, gerð sameiginlegs náms, skipulagningu námskeiða og fleira. Styrktímabilið er frá og með 1. apríl 2009 til og með 28. febrúar 2011.

Til ráðstöfunar eru 710.050 EUR. Hámarksstyrkur til verkefnis á vegum háskóla er 150.000 EUR.

Verkefnin skulu fela í sér einn eða fleiri af eftirtöldum þáttum:

  • Stúdentaskipti
  • Kennaraskipti og hreyfanleika vísindafólks 
  • Styrki til fyrirlestra erlendis 
  • Skipulagningu tungumálanámskeiða (slóvakíska, norska, íslenska og þýska)
  • Námskeið og námsferðir
  • Ráðstefnur og námskeið
  • Útgáfu námsgagna og vísindagreina 
  • Skipulagningu sameiginlegra námsleiða og starfsviðurkenninga
  • Vekja áhuga á slóvakísku í Noregi, Íslandi eða Liectenstein og íslensku, norsku eða þýsku í Slóvakíu. 

Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi viðhengi og á meðfylgjandi vefsíðu: http://www.eeagrants.org/id/827.0  

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica