Námsdvöl í Frakklandi fyrir hug- og félagsvísindafólk

23.12.2008

Akademíska árið 2009-2010 stendur til að taka á móti 100 vísindamönnum í stofnununum fjórum (verkefnið mun standa lengur en þetta eina ár) sem staðsettar eru í Lyon, Marseille, Nantes og París. Enginn sérstakur umsóknarfrestur er settur, en gera má ráð fyrir að eitt ár líði milli þess að umsókn sé send og rannsóknardvöl hefjist (ef sótt er um dvöl sem er styttri en sex mánuðir er hægt að vinna umsóknina á styttri tíma). Sótt er um í gegnum stofnanirnar sjálfar, en hlekki á vefsíður þeirra má finna hér að neðan.

Hver stofnun býður rannsóknir á ákveðnum viðfangsefnum.

Háskólinn í Lyon
Viðfangsefni: Uppbygging og miðlun þekkingar í þágu opinberra aðgerða: Tungumál og samfélög, hegðun og heilsa, ábyrg hnattvæðing, minnihlutahópar vegna kynþáttar, menningar eða trúar.
Lengd dvalar: 5 eða 10 mánuðir.
http://www.collegium-lyon.fr/

 

Rannsóknarstofnun Miðjarðarhafssvæðisins - Marseille
Viðfangsefni: Hin mannlega hlið á vísindum, sameiginlegar aðferðir raunvísinda og hug- og félagsvísinda, vísindi og hugmyndafræði Miðjarðarhafssvæðisins.
Lengd dvalar: 3 til 10 mánuðir.
http://www.imera.fr/

Rannsóknarstofnun æðri mennta -  Nantes
Viðfangsefni: Myndun nýrra fræðilegra tengsla milli vísindamanna úr norðri og suðri. Kennisetningar sem stoðir samfélaga.
Lengd dvalar: 10 mánuðir.
http://www.iea-nantes.fr/

 

Rannsóknarstofnun æðri mennta - París
Viðfangsefni: Samtímahugsun um algildi. Samanburður á tímum hnattvæddra félagsvísinda.
Lengd dvalar: 3 til 10 mánuðir.
http://www.paris-iea.fr/

Sendiráð Frakklands á Íslandi veitir fúslega frekari upplýsingar og aðstoð ef óskað er.

Renaud Durville: http://www.rannis.is/admin/news/renaud.durville@diplomatie.gouv.fr
Unnur Arnardóttir : unnur.arnardottir@diplomatie.gouv.fr









Þetta vefsvæði byggir á Eplica