NordForsk – ný norræn stofnun sem styður við rannsóknastarf

18.1.2005

NordForsk er ný sjálfstæð norræn stofnun sem styrkir rannsóknarstarf og vísindamenntun á Norðurlöndum, stofnuð 1. janúar 2005 og heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. NorFA, sem gengt hefur hliðstæðu hlutverki hingað til verður frá og með sama tíma hluti af NordForsk.
Á árinu 2005 er reiknað með að NordForsk veiti um 60 til 70 milljónir norskra króna í styrki til samstarfs á sviði rannsókna- og vísindamenntunnar, þar á meðal einnig þeirra þátta og verkefna sem NorFa styrkti áður

NordForsk - ný norræn stofnun sem styður við rannsóknastarf

 

NordForsk er ný sjálfstæð norræn stofnun sem styrkir rannsóknarstarf og vísindamenntun á Norðurlöndum, stofnuð 1. janúar 2005 og heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. NorFA, sem gengt hefur hliðstæðu hlutverki hingað til verður frá og með sama tíma hluti af NordForsk.

 

Á árinu 2005 er reiknað með að NordForsk veiti um 60 til 70 milljónir norskra króna í styrki til samstarfs á sviði rannsókna- og vísindamenntunnar, þar á meðal einnig þeirra þátta og verkefna sem NorFa styrkti áður.

 

Mannaskiptastyrkir og námskeiðsstyrkir NordForsk

 

Í ár er fyrsti skilafrestur umsókna af þremur þann 1. febrúar n.k.

Hér að neðan er stutt samantekt um ofangreinda styrki en  allar nánari upplýsingar fást á vef NordForsk: http://www.nordforsk.org

 

Mannaskiptastyrkir fyrir unga vísindamenn og nemendur í rannsóknanámi, eru ætlaðir til að greiða auka kostnað vegna ferða og dvalar við stofnun í öðru norrænu ríki. Styrkirnir eru veittir til einstaklinga en ekki til stofnanna sem þeir kunna að starfa hjá.  Markmið styrkjanna er að gefa ungum vísindamönnum tækifæri til að starfa um tíma að rannsóknum við aðra stofnun en heimastofnunina og þannig auka við þekkingu og reynslu. Jafnframt er gert ráð fyrir að styrkirnir stuðli að auknum tengslum milli móttökustofnunar og heimastofnunar.

 

Styrkir eru veittir til:

 

  • nemenda í rannsóknanámi, eða ungum vísindamönnum innan 5 ára frá lokum doktorsgráðu, og eru veittir til dvalar við stofnun í öðru norrænu ríki í 3 til 12 mánuði. Reiknað er með að viðkomandi snúi aftur til heimastofnunar eftir dvölina og stuðli þannig að tengslum á milli stofnana. Styrkurinn er einstaklingsbundinn
  • ungra vísindamanna, innan 5 ár frá lokum doktorsgráðu, frá grannsvæðum Norðurlanda, til dvalar í 3 til 12 mánuði við norræna stofnun sem tengist NorFA tengslanetinu. Reiknað er með að tengslanetið sæki um þessa styrki
  •  aðila sem hyggst bjóða skráðum þátttakendum frá öðru norrænu ríki eða grannsvæðum þeirra á námskeið. Umsjónaraðili námskeiðsins/ sér um að sækja um og deila út styrkjunum. (Í undantekningartilfellum geta nemendur í rannsóknanámi sótt um styrk til að taka þátt í námskeiði sem haldið er í öðru norrænu ríki. Þeir styrkir eru einstaklingsbundnir.)

Við sérstakar aðstæður getur NordForsk veitt einstaklingi, sem hyggst stunda rannsóknanám í öðru norrænu ríki en heimalandi sínu, styrk í allt að sex mánuði.

 

Mannaskipta- og námskeiðsstyrkir NordForsk eru ætlaðir til að greiða ferða- og dvalarkostnað. Hámarksstyrkur er 2.500- norskar krónur fyrir viku og 500 norskar krónur á dag fyrir hvern auka dag. Styrkþegi fær 9.500- norskar krónur á mánuði fyrstu tvo mánuðina og þar eftir 6.300 á mánuði. Ferðakostnaði skal halda í lágmarki.

 

Þegar sótt er um mannaskiptastyrki til a.m.k. þriggja mánaða, gefst möguleiki á að sækja einnig um fjölskyldustyrk, 1.600-  norskar krónur á mánuði.

Umsækjendur verða að vera norrænir ríkisborgarar eða hafa dvalarleyfi á Norðurlöndum á styrktímabilinu.

 

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica