NORFACE auglýsir styrki til rannsóknamálþinga

11.2.2005

Rannís tekur þátt í samstarfi sjö stofnana sem koma að fjármögnun rannsókna í félagsvísindum. Stofnanirnar koma frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Írlandi og Englandi. Samstarfið er styrkt af Evrópusambandinu og gengur undir nafninu NORFACE.

NORFACE auglýsir nú styrki til rannsóknamálþinga um "stefnumótun vísinda" og um "öryggismál". Umsóknafrestur rennur út 1. apríl.

Rannís tekur þátt í samstarfi sjö stofnana sem koma að fjármögnun rannsókna í félagsvísindum. Stofnanirnar koma frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Írlandi og Englandi. Samstarfið er styrkt af Evrópusambandinu og gengur undir nafninu NORFACE.

NORFACE auglýsir nú styrki til rannsóknamálþinga um "stefnumótun vísinda" og um "öryggismál". Umsóknafrestur rennur út 1. apríl. Nauðsynlegt er að þátttakendur í málþingunum komi frá í það minnsta 5 af löndunum sem eiga aðild að NORFACE og helst frá öllum 7.

Eyðublöð, leiðbeiningar og fleira er að finna á heimasíðu NORFACE: www.norface.org

Allar nánari upplýsingar veitir Eiríkur Smári Sigurðarson hjá Rannís (eirikur@rannis.is).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica