Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsir styrki til meistara- og doktorsnáms

21.2.2005

Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsir til umsóknar styrki til meistara- og doktorsnáms á starfssviði stofnunarinnar.  Að þessu sinni verður veittur einn styrkur til doktorsnáms og tveir til meistaranáms

Þróunarsamvinnustofnun Íslands starfar á grundvelli laga nr. 43 frá 1981. Í lögum um stofnunina segir í 2. gr.:"Stofnunin skal vinna að samstarfi Íslands við þróunarlöndin. Markmið þess samstarfs skal vera að styðja viðleitni stjórnvalda í löndum þessum til að bæta efnahag þeirra og á þann veg eiga þátt í að tryggja félagslegar framfarir og stjórnmálalegt sjálfstæði þeirra á grundvelli sáttmála Sameinuðu þjóðanna." Aðalsamstarfslönd ÞSSÍ núna eru fjögur Afríkuríki: Namibía, Malawi, Mozambique og Úganda.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsir til umsóknar styrki til meistara- og doktorsnáms á starfssviði stofnunarinnar.  Að þessu sinni verður veittur einn styrkur til doktorsnáms og tveir til meistaranáms.

Hlutverk rannsóknarstyrkja Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) er að styrkja íslenska  nemendur í meistara- og doktorsnámi við háskóla til rannsóknarverkefna er snerta starfssvið stofnunarinnar. Rannsóknaverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu og einkum tengjast þróunarsamvinnu á eftirtöldum sviðum:

  • Sjávarútvegi

     

  • Jarðhita

     

  • Fullorðinsfræðslu

     

  • Heilbrigðismálasviði

     

  • Uppbyggingu náms á háskólasviði

     

  • Stefnu og straumum í þróunaraðstoð

     

Sérstakan forgang hafa verkefnaumsóknir, sem tengjast samstarfslöndum ÞSSÍ og/eða nýst geta stofnuninni í starfsemi hennar.

Í umsókn skal að gera grein fyrir tilgangi og markmiði rannsókna, framkvæmdalýsingu ásamt tíma- og kostnaðaráætlun, leiðbeinanda og við hvaða háskóla rannsókn verður unnin.

Styrkirnir skiptast í tvennt: annars vegar rannsóknastyrki og hins vegar ferðakostnað. Reiknað er með að viðkomandi þurfi að kynna sér aðstæður í því landi sem rannsóknin miðar að.

Rannsóknastyrkirnir nema að hámarki kr.540.000 fyrir meistaraverkefni og kr. 1.080.000 fyrir doktorsverkefni. Styrkir vegna ferðakostnaðar geta numið allt að kr.250.000 og greiðast gegn framvísun staðfestra ferðareikninga.

Umsókn skal senda inn til Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, sem hefur umsjón með styrkjunum, á sérstöku eyðublaði, sem finna má á heimasíðunni http://www.rthj.hi.is   Umsóknarfrestur er til 31. mars 2005
Nánari upplýsingar fást hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans, s. 525 4900, netfang: rthj@hi.isog hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Þverholti 13, sími 545 8980.

Netfang Þróunarsamvinnustofnunar Íslands er: http://www.iceida.is/









Þetta vefsvæði byggir á Eplica