Námskeið um fjármálastjórnun og uppgjör verkefna í 6. rannsóknaráætlun Evrópusambandsins

1.4.2005

RANNÍS í samvinnu við Háskólann í Reykjavík mun standa fyrir tveggja daga námskeiði dagana 11. - 12. april n.k.  um fjármálastjórnun og uppgjör verkefna  í rannsóknaráætlun ESB. 

RANNÍS í samvinnu við Háskólann í Reykjavík mun standa fyrir tveggja daga námskeiði dagana 11. - 12. april n.k.  um fjármálastjórnun og uppgjör verkefna  í rannsóknaráætlun ESB. 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Simon Walker framkvæmdastjóri Walker Associates Limitid, ráðgjafafyrirtæki varðandi evrópskar styrkveitingar og John Stringer, Berkley Assocation Ltd., lögmaður og tæknilegur ráðgjafi í  styrkveitingum Evrópusambandsins.

Á námskeiðinu verður fjallað  ýtarlega um breyttar reglur Evrópusambandsins varðandi uppgjör á verkefnum í rannsóknaáætlunum ESB og hvernig þær snúa að mimunandi verkefnaformum áætlunarinnar. Farið verður yfir hvaða kostnaður er samþykktur í áætlunum, hvaða reglur gilda um undirverktaka, skiptingu fjármagns milli þátttakenda, sameiginlega ábyrgð þátttakenda í verkefnum ESB, uppgjör og endurskoðun.

Námskeiðið nýtist þátttakendum í rannsóknaáætlun ESB, fjármálastjórum þátttökustofnanna og fyrirtækja og endurskoðendum verkefna.

Námskeiðið verður haldið dagana 11. og 12. apríl n.k. í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 201.  Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.  Námskeiðsgjald er 30.000.- kr. og innifelur námskeiðgögn, hádegismat og kaffi.

Skráning á námskeiðið er hjá Ásu Hreggviðsdóttur, verkefnisstjóra RANNÍS, netfang asa@rannis.is og í síma: 515 5811.

 

Sjá dagskrá og kynningu á fyrirlesurum









Þetta vefsvæði byggir á Eplica