Morgunverðarfundur um Evrópska rannsóknastarfatorgið

19.4.2005

Þriðjudaginn 26. apríl verður haldinn morgunverðarfundur um þjónustu Evrópska rannsóknastarfatorgsins á Grand hótel Reykjavík milli kl. 9.00 og 11.00. 

Rannís, Samtök iðnaðarins og Háskóli Íslands bjóða til morgunverðarfundar um þjónustu Evrópska rannsóknastarfatorgsins á Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, þriðjudaginn 26. apríl, kl. 9.00-11.00

 Dagskrá: 

1.  Fundarsetning,
Þorsteinn Brynjar Björnsson, verkefnisstjóri

2.  Evrópska rannsóknastarfatorgið (ERA-MORE and the European Mobility Portal)
Stefania Bettini, framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins

 3.  Þjónusta Rannís við fyrirtæki og einstaklinga
Þorsteinn Brynjar Björnsson, verkefnisstjóri

 4.  Þátttökumöguleikar fyrirtækja og stofnana í Mannauðsáætlun Evrópusambandsins,
Ásta Erlingsdóttir, Rannsóknaþjónustu HÍ

 Fundurinn er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir kl. 12.00 mánudaginn 25. apríl á netfanginu asa@rannis.is, eða í síma 515-5811.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica