Morgunverðarfundur: "Gæði og öryggi matvæla" - styrkir í 6.RÁ

25.6.2005

Þriðjudaginn 28. júní verður haldinn kynningarfundur um styrkjamöguleika í 6. RÁ: Gæði og öryggi matvæla. Fundurinn verður haldinn Grand Hótel Reykjavík, kl. 9-11.

Morgunverðarfundur


Gæði og öryggi matvæla 6. rannsóknaáætlun ESB
Tími: Þriðjudaginn 28. júní kl. 9-11
Staður: Grand Hótel Reykjavík

6. rannsóknaáætlun ESB auglýsir eftir verkefnaumsóknum á sviði Gæða og öryggis matvæla. Umsóknarfrestur verður í byrjun október. Af því tilefni efnir RANNÍS í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Samtök iðnaðarins til morgunverðarfundar þar sem áætlunin verður kynnt, svo og sú aðstoð sem íslenskum umsækjendum stendur til boða.

Dagskrá:

·

Kynning á áætluninni Gæði og öryggi matvæla, 6.RÁ
Ragnheiður Héðinsdóttir, matvælafræðingur Samtökum iðnaðarins

·

Aðstoð landstengla við íslenska umsækjendur
Hjördís Hendriksdóttir, sviðstjóri alþjóðasviðs RANNÍS

·

Rural-ETI, netsamstarf lítilla-ogmeðalstórra fyrirtækja sem vilja taka þátt í 6. RÁ
Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri alþjóðasviðs RANNÍS

·

Train-Net
Ragnheiður Héðinsdóttir, matvælafræðingur Samtökum iðnaðarins

·

Sóknarstyrkir Rannsóknasjóðs vegna undirbúnings umsókna í 6.RÁ
Ása Hreggviðsdóttir, verkefnastjóri alþjóðasviðs RANNÍS

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram, eigi síðar en kl. 11:00, mánudaginn 27. júní með tölvupósti til:

asa@rannis.iseða í síma 515 5811.

Nánari upplýsingar um 6. rannsóknaáætlunina er að finna á http://www.rannis.is/page.asp?id=763

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica