Styrkir fyrir evrópsk verkefni á sviði upplýsingatækni

30.6.2005

Haldinn verður kynningarfundur fimmtudaginn 7. júlí um verkefnastyrki 6. rannsóknaáætlunar ESB og eContent á sviði upplýsingatækni. Fundurinn verður haldinn í Tæknigarði Háskóla Íslands, Dunahaga 5, kl. 8:30 - 10:30

Kynningarfundur um verkefnastyrki 6. rannsóknaáætlunst ESB og eContent á sviði upplýsingatækni verður haldinn fimmtudaginn 7. júlí , kl. 8:30 - 10:30 í Tæknigarði H.Í, Dunhaga 5

Vegna væntanlegra umsóknafresta í 6. rannsóknaáætlun ESB og eContent áætlunina standa RANNÍS, Rannsóknaþjónusta H.Í., Háskólinn í Reykjavík og Samtök iðnaðarins fyrir kynningarfundi um þátttöku í áætlunum.

Dagskrá

8:45-9:15
eContentplus áætlunin 
Áherslusvið og undirbúningur umsókna.
Sigurður Guðmundsson Rannsóknarþjónustu HÍ.
Stjórnarnefndarfulltrúi og landstengiliður eContentplus áætlunarinnar.

8:15- 9:40    
Tækifæri í 5. umsóknarlotu upplýsingatækniáætlunar 6.RÁ
Snæbjörn Kristjánsson, RANNÍS.
Stjórnarnefndarfulltrúi IST áætlunarinnar
Sjá nánar um áætlunina og frest 

9:40-09.50    
Sóknarstyrkir Rannsóknasjóðs vegna undirbúnings umsókna
Eiríkur Sigurðarson, RANNÍS
Sjá nánar um sóknarstyrki

9:50-10:00    Aðstoð við umsækjendur
Sigurður Guðmundsson Rannsóknaþjónustu H.Í.
Landstengiliður við Upplýsingatækniáætlun 6.RÁ

10:00-10:30  Almennar umræður og fyrirspurnir

Þátttaka er ókeypis en vinsamlegast tilkynnið þátttöku til astridur@hi.is eða síma 5254900

Boðið verður upp á kaffi og brauð.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica