Ritgerðarsamkeppni í boði japanska utanríkisráðuneytisins

12.7.2005

"Hvað er hægt að gera til þess að styðja þróun sambands milli Íslands og Japans?"
Spennandi tveggja vikna kynnisferð til Japans er í verðlaun fyrir nokkra Íslendinga  í nóvember n.k. í boði þarlendra stjórnvalda. Íslendingum sem eru 18-35 ára þann 1. júní 2005 gefst kostur á að taka þátt í ritgerðasamkeppni.

Spennandi tveggja vikna kynnisferð til Japans er í verðlaun fyrir nokkur íslensk ungmenni í nóvember n.k. í boði þarlendra stjórnvalda. Íslendingum sem eru 18-35 ára þann 1. júní 2005 gefst kostur á að taka þátt í ritgerðasamkeppni. Þáttakendur þurfa að skila stuttri ritgerð á ensku, ásamt ferilskrá, til Sendiráðs Japans á Íslandi, ekki seinna en mánudaginn 25. júlí. Í framhaldi af því verða einhverjir boðaðir í viðtal hjá Sendiráði Japans, en lokaákvörðun um sigurvegara verður tekin af Utanríkisráðuneytinu í Tokyo. Ritgerðin á að vera um 1 A4 bls. og fjalla um eftirfarandi efni:

 

Hvað er hægt að gera til þess að styðja þróun sambands milli Íslands og Japans?

(What can be done to further promote the relations between Iceland and Japan?)

 

Fjölbreytt dagskrá bíður þeirra sem boðið verður til Japans en þáttakendur í ferðinni verða frá yfir 30 Evrópulöndum. Í gegnum fyrirlestra, heimsóknir og ýmiskonar upplifanir munu þáttakendurnir fá að kynnast öllu því helsta sem snertir japanskt þjóðfélag og fá innsýn í forna og nútíma menningu landsins. Unga fólkið fær að hitta japanska jafnaldra sína og búa í nokkra daga á japönsku heimili.

 

Utanríkisráðuneyti Japans mun greiða flugfargjöld og dvalarkostnað og skipuleggja ferðina fyrir þá Íslendinga sem býðst að taka þátt í námsferðinni.

 

Þáttakendur verða að hafa góða ensku kunnáttu, mega ekki hafa komið til Japan áður, né vera með áþreifanleg plön um að fara til Japans í nánustu framtíð. Einnig er ætlast til að þáttakendur séu sveigjanlegir, félagslyndir og að þeir hafi gaman af því að vinna saman í hóp, en stór hluti ferðarinnar mun byggjast á hópvinnu.

 

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Sendiráði Japans að Laugavegi 182, netfang: japan@itn.is , sími: 510 8600.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica