Jules Verne - Umsóknarfrestur 5.september 2005

12.8.2005

Lausir eru til umsóknar styrkir til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðilla á grundvelli Jules Verne samstarfssamnings.  Umsóknarfrestur er 5. september 2005.

Veittir eru styrkir til ferða- og dvalarkostnaðar fyrir vísindamenn til gagnkvæmra heimsókna á árunum 2006-2007.

Tilgangurinn með þessu samstarfi er að virkja vísinda- og tæknisamstarf milli stofnana, skóla og rannsóknahópa í báðum löndunum og að auðvelda samstarf við önnur slík samstarfsverkefni í Evrópu.

Vísindamenn á öllum sviðum grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna geta sótt um.

Stofnanir sem eiga í samstarfi er gert að leggja inn hver fyrir sig umsókn til þeirra aðilla sem hafa yfirumsjón í hvoru landi fyrir sig.  Aðeins koma til greina umsóknir sem eru lagðar fram af báðum aðillum

Umsjón með Jules Verne hefur Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir, netfang: tobba@rannis.is , sími: 515-5813.

Nánar um Jules Verne









Þetta vefsvæði byggir á Eplica