Tillögur að undiráætlunum 7. rannsóknaáætlunar ESB birtar

27.9.2005

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birtir tillögur að einstökum forgangssviðum og öðrum undiráætlunum sjöundu rannsóknaáætlunarinnar fyrir árin 2007-2013

Mánudaginn 26. september birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögur sínar að einstökum forgangssviðum og öðrum undiráætlunum sjöundu rannsóknaáætlunarinnar sem lagðar verða fyrir ráðherraráðið.  Tillögurnar gefa ágæta mynd af þeim rannsóknum og aðgerðum sem styrktar verða á tímabilinu 2007-2013 en þó ber að taka fram að tillögurnar geta enn tekið töluverðum breytingum í meðförum ráðherraráðsins og þingisins.

Hér má nálgast tillögur framkvæmdastjórnarinnar og frekari upplýsingar um 7. rannsóknaáætlunina.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica