Nóbelsverðlaunahafinn Sir Harry Kroto kennir íslenskum börnum raunvísindi

26.10.2005

Sir Harry Kroto, nóbelsverðlaunahafi í efnafræði hefur sérhæft sig í að kynna vísindin fyrir ungu fólki og hlotið heimsathygli fyrir árangur sinn í að vekja áhuga þess á raunvísindum. Sir Harry Kroto sem staddur er í Bandaríkjunum mun leiða börnin inn í undraheim vísindanna og leiðbeina þeim við lausn ákveðinna þrauta og verkefna á lifandi og skemmtilegan hátt.

Nóbelsverðlaunahafinn Sir Harry Kroto leiðbeinir 10-12 ára íslenskum börnum í Háskólanum í Reykjavík,
miðvikudaginn 26. október kl. 15:00

Vísindin snerta þig er samstarfsverkefni RANNÍS og fjölmargra stofnanna og  fyrirtækja er láta sig vísindi varða. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi rannsókna og vísindi í nútímasamfélagi og hvetja ungt fólk til að leggja fyrir sig starfsframa í vísindum. 

Á meðal atburða sem verkefnið stendur fyrir að kynna "Hetjur í vísindum" fyrir ungu fólki. Miðvikudaginn 26. október munu RANNÍS, Hagsmunafélag um eflingu verk-og tæknimenntunar, Samtök iðnaðarins og Háskólann í Reykjavík standa fyrir námskeiði fyrir 10-12 ára nemendur úr Hlíðaskóla í Reykjavík og Salaskóla í Kópavogi  en leiðbeinandi verður Sir Harry Kroto, nóbelsverðlaunahafi í efnafræði en hann hefur sérhæft sig í að kynna vísindin fyrir ungu fólki og hlotið heimsathygli fyrir árangur sinn í að vekja áhuga þess á raunvísindum. Sir Harry Kroto sem staddur er í Bandaríkjunum mun leiða börnin inn í undraheim vísindanna og leiðbeina þeim við lausn ákveðinna þrauta og verkefna á lifandi og skemmtilegan hátt.

 

Nánari upplýsingar um verkefnið Vísindi snerta þig er að finna á slóðinni

www.visindi2005.is

 

http://nobelprize.org/chemistry/laureates/1996/kroto-autobio.html

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica