Er ekki bara allt í lagi að landið fjúki burt?

7.11.2005

Sjötta vísindakaffið  - þar sem vísindin verða rædd á mannamáli verður haldið á efri hæð Kaffi Sólons kl. 20.00 á þriðjudaginn kemur 8. nóv.

Þá munu þrír sprenglærðir vísindamenn, þau dr. Ólafur Arnalds,jarðvegsfræðingur, og dr. Hlynur Óskarsson, vistfræðingur, báðir hjá hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, auk dr. Ásu L. Aradóttur, vistfræðingi, hjá Landgræðslu ríkisins ræða um umhverfismál og landgræðslu undir titlinum: "Er ekki bara allt í lagi að landið fjúki burt?". Það má búast við mikillri aðsókn og heitum umræðum um afdrif og örlög okkar ástkæru fósturjarðar.

Kaffistjóri nú sem endranær verður Davíð Þór Jónsson, þýðandi.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica