Er einhver fiskur eftir í sjónum? Sjöunda vísindakaffi í kvöld

15.11.2005

Sjöunda vísindakaffið með almenning, þar sem vísindi eru rædd á mannamáli verður á efri hæð Kaffi Sólon í kvöld.

Sjöunda vísindakaffið - þar sem vísindin eru rædd á mannamáli - verður haldið í kvöld þá verður tekist á um sporðana.  Við bjóðum dr. Guðrúnu Marteinsdóttur, prófessor í fiskifræði við Líffræðistofnun Háskóla Íslands og Vilhjálm Þorsteinsson, sérfræðing hjá nytjasviði Hafrannsóknastofnunar velkomin á efri hæð Kaffi Sólon að ræða og fræða um fiskana í sjónum.

Kaffistjórinn er og verður Davíð Þór Jónsson, þýðandi

Vísindakaffið hefst kl. 20.00 og stendu í um eina og hálfa klst.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  Boðið eru uppá kaffisopa í sérstaklega merktum vísindadrykkjakönnum sem gestir eru hvattir til að taka með sér til minningar og gleði að vísindakaffi loknu.

Góða skemmtun!









Þetta vefsvæði byggir á Eplica