Vísindakaffið vinsæla - húsfyllir í gærkvöldi

16.11.2005

Það varð húsfyllir á vísindakaffi á mannamáli í gærkvöldi.  Dr. Guðrún Marteinsdóttir prófessor í fiskifræði og Vilhjálmur Þorsteinsson sérfræðingur hjá Hafró sátu fyrir svörum um fískana í sjónum.  Almenningur var spurull sem fyrr og urður fjörugar umræður.  Davíð Þór kaffistjóri varð að hætta leik þá er hæst hann stóð og margar hendur vour enn á lofti þegar fundi var slitið.

Á næsta og síðasta vísindakaffinu verður orkan tekin fyrir.  Þá koma til okkar á Kaffi Sólon þeir dr. Ólafur Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna og dr. Sigurður Sveinn Jónsson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum og ræða um hvernig má koma böndum á eldvirknina.

Kaffistjóri verður Davíð Þór Jónsson, þýðandi og aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Rannís býður gestum á vísindakaffi uppá kaffisopa í sérstökum vísindadrykkjarkönnum sem þeir eru hvattir til að taka með sér heima að kaffinu loknu til minningar um velheppnaða og upplýsandi kvöldstund.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica