Áttunda og síðasta vísindakaffið í kvöld- "Er peningur í orkunni?"

21.11.2005

Í kvöld, mánudagskvöl, stíga vísindamenn frá Íslenskum orkurannsóknum á stokk.  Dr. Ólafur Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri og dr. Sigurður Sveinn Jónsson, jarðfræðingur munu ræða vítt og breytt um orkurannsóknir og umhverfismál og velta fyrir sér hvernig megi koma böndum á eldvirknina.

Vísindakaffið hefur gengið vonum framar og verið lífleg. Á Kaffi Sólon, stundvíslega kl.20.00 kynnir Davíð Þór, kaffistjóri dagskrána, fyrirkomulag og frummælendur. Þá standa vísindamennirnir upp, kynna sig og helstu verkefni sem þeir vinna að eða vilja kynna. Að því loknu byrja spurningar og svör og hefur ekki vantað áhugan hjá áheyrendum hingað til.

Vísindakaffið, sem upphaflega var skipulagt sem klukkustundar langt gaman,treygði sig fljótlega í einn og hálfan tíma en undanfarin kvöld sitja menn í nálægt tvo tíma og diskútera - en það er aðallega vegna þess að gestum hefur fjölgað og spurningarnar fleiri í samræmi við það - svo ekki sé minnst á spennandi umræðuefni við þá sem mest um vita.

Rannís býður uppá kaffisopa í sérmerktum vísindadrykkjarkönnum sem áheyrendur eru hvattir til að taka með sér heim til minningar um skemmtilega kvöldstund.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.

Góða skemmtun









Þetta vefsvæði byggir á Eplica