Creative Europe - MEDIA úthlutun 2023

6.2.2024

Metþátttaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Styrkir árið 2023 numu rúmlega 2,3 milljónum evra eða 325 milljónum íslenskra króna til íslenskra verkefna.

Heildarfjöldi umsókna 2023 var eftirfarandi: 

  • Sextán umsóknir frá íslenskum aðilum voru sendar inn og fengu 7 þeirra úthlutað styrkjum.
Fimm umsóknir voru sendar inn í sjónvarpssjóð MEDIA og fengu fjórar þeirra brautargengi sem er einstakur árangur.

Hver framleiðandi hlýtur 500.000 evra  framleiðslustyrk eða 2 milljónir evra.

Fyrirtækin eru:

  • Glassriver ehf. / Svartir sandar 2
  • Compass ehf. / Teiknimyndaserían Ormhildur the Brave  
  • New Media ehf. / Reykjavík 112   
  • Vigdís Productions ehf. / þáttaröðin Vigdís  

Ein umsókn fór í MEDIA Festival/kvikmyndahátíðasjóð og fékk RIFF 72.000 evra styrk

Níu umsóknir voru sendar inn í Þróunarsjóði MEDIA:
átta umsóknir í Mini Slate og ein umsókn fór í samþróunarsjóð. Samanlagt var sótt var um styrki til að þróa 25 verkefni af ýmsu tagi, leiknar kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir, heimildamyndir, teiknimyndir og stuttmyndir.
Framleiðslufyrirtækið Compass ehf. fékk 140 þúsund evrur til fimm verkefna: þróun tveggja bíómynda, teiknimyndaseríu og „docudrama“ sem er blanda af heimildarmynd og leiknu efni auk stuttmyndar.

Umsókn Bíó Paradís/Heimili kvikmyndanna ehf um dreifingu á evrópskum kvikmyndum fékk úthlutun að upphæð 33.850 evrur.

Fjórar umsóknir voru sendar inn í desember 2023 í sjónvarpssjóð MEDIA niðurstöðu er að vænta í vor 2024. 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica