Nordplus

Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar

Rannís er landskrifstofa Nordplus á Íslandi. Starfsfólk Rannís veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi allar undiráætlanir Nordplus.

Nordplus felur í sér fimm undiráætlanir sem samanlagt ná yfir öll svið menntunar. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Umsóknir í áætlunina skulu vera í takt við almenn markmið Nordplus ásamt því að falla vel að einni undiráætlun. Nánari upplýsingar í handbók Nordplus.

Auglýst eftir styrkumsóknum til menntasamvinnu á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum: Umsóknarfrestur er 2. mars 2015 kl. 23:00

Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, býður kennurum og öðrum sem starfa við menntamál að sækja um styrki í áætlunina. Heildarupphæð styrkja til úthlutunar er um 9 miljónir evra (tæplega 1,4 miljarður íslenskra króna). Umsóknarfrestur er 2. mars 2015 klukkan 23:00 að íslenskum tíma.

Umsóknir eru opnar öllum þeim sem vinna að kennslu eða menntamálum og styrkir eru veittir til ýmis konar námsheimsókna, samstarfsverkefna og samstarfsneta. Farið er fram á samstarf á milli menntastofnanna og/eða annarra þátttakenda í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð eða Álandseyjum.


Nordplus Junior: Leik-, grunn- og fr.sk

Nordplus fyrir háskólastigið

Nordplus Voksen: Fullorðinsfræðsla

Nordplus Horisontal: Þvert á áætlanir

Nordplus Sprog: Tungumálaáætlun

Skrá mig á fréttalista Nordplus á Íslandi

Nordplus er með landskrifstofur á öllum Norðurlöndum (ásamt sjálfstjórnarsvæðum) og Eystrasaltslöndum. Landskrifstofa Nordplus á Íslandi er staðsett á Rannís og þar hægt að fá upplýsingar og aðstoð.