Nordplus stendur fyrir tengslaráðstefnu á Íslandi um norrænan tungumálaskilning

24.2.2023

Nordplus norræna tungumálaáætlunin stendur fyrir tengslaráðstefnu í Hveragerði dagana 18.-20. september 2023. Ráðstefnan er ætluð fólki sem starfar á einhvern hátt við miðlun og kennslu norrænna tungumála, en einnig þeirra sem vinna með opinber minnihlutatungumál á Norðurlöndunum. Rannís, sem hefur umsjón með tungumálaáætlun Nordplus, sér um skipulagningu ráðstefnunnar.

Nordplus norræna tungumálaáætlunin stendur fyrir tengslaráðstefnu í Hveragerði dagana 18.-20. september 2023. Ráðstefnan er ætluð fólki sem starfar á einhvern hátt við miðlun og kennslu norrænna tungumála, en einnig þeirra sem vinna með opinber minnihlutatungumál á Norðurlöndunum. Búist er við um 50 þátttakendum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum.

  • Hvernig getum við bætt norrænan tungumálaskilning? 
  • Hvernig getum við miðlað og lyft fram minnihlutatungumálum á Norðurlöndunum? 

Þetta eru spurningar sem leitast verður við að svara í gegnum fyrirlestra og vinnustofur með þátttakendum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Ætlunin er að deila reynslu og þekkingu, ræða um sameiginlegar áskoranir en einnig að miðla lausnum og hugmyndum. Markmiðið er svo að þetta leiði til sameiginlegra verkefna innan Nordplus norrænu tungumálaáætlunarinnar. Tengslaráðstefnan fer fram á skandinavísku.

Hefur þú áhuga á að skrá þig? Sendu okkur umsókn fyrir 30. apríl: 

Sækja um þátttöku

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Nordplus: 

 Heimasíða Nordplus








Þetta vefsvæði byggir á Eplica