Tengslaráðstefna um menningar­arfleið og hlutverk hennar í fullorðinsfræðslu

19.6.2018

Nordplus býður til tengslaráðstefnu dagana 16.-18. október 2018 í Östersund, Svíþjóð. Ráðstefnan er ætluð fólki sem starfar við fullorðins­fræðslu og lögð er sérstök áhersla á þátttöku aðila sem bjóða upp á fræðslu sem tengist menningar­arfleifð á einhvern hátt. 

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna  (á ensku).

Búist er við um 35 þátttakendum frá Norður­löndunum og Eystrasalts­löndunum, þar af fimm EPALE sérfræðingum. Íslenskir þátt­takendur geta fengið 500 evra þátttöku­styrk frá Nordplus áætluninni.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 14. september.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica