2012-2013

46 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2012-2013.

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2012-2013. Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:

  • Þróun skólanámskrár með hliðsjón af nýrri menntastefnu
  • Virkt lýðræði, mannréttindi og samskipti í skólum

Umsóknarfrestur var til 29. febrúar sl. og bárust 186 umsóknir að þessu sinni. Stjórn sjóðsins, sem skipuð er fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti, mat umsóknir og gerði tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu stjórnar, að veita styrki til 46 verkefna að upphæð rúmlega 43. millj. kr.

Yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrk fyrir skólaárið 2012-13.

Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta:

Sprotasjodur_uthlutun_2012-2013








Þetta vefsvæði byggir á Eplica