Byrjendanámskeið í umsóknarkerfi Horizon Europe

11.5.2021

Þann 27. maí nk. býður Framkvæmdastjórn ESB upp á opið námskeið á netinu fyrir byrjendur í umsóknarkerfi Horizon Europe.

Námskeiðið er öllum opið og er haldið fimmtudaginn 27. maí nk frá kl. 08:00-10:30 að íslenskum tíma og sent út á Youtbute.

Á námskeiðinu verður sjónum beint að umsóknargátt Horizon Europe (Funding & tender portal) og er hugsað fyrir nýja notendur gáttarinnar. 

Á námskeiðinu verður meðal annars farið í hvernig leitað er að fjármögnunarmöguleikum og samstarfsaðilum, skráningu fyrirtækis/stofnunar í kerfið, hvernig skoða á fjármögnuð verkefni og tölfræði.

Þátttaka er ókeypis og stendur öllum áhugasömum umsækjendum til boða.

Dagskrá og nánari upplýsingar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica