Alþjóðlegt rannsóknasamstarf á ystu svæðum

8.11.2022

Vefkynning um víðtækari þátttöku og eflingu evrópska rannsóknasvæðisins (þverstoð innan Horizon Europe). 

  • Ljósmynd: Grænar fjallshlíðar á Martinique í Karíbahafi

14. nóvember, klukkan 13:00, verður haldin vefkynning á vegum Rannís, Franska sendiráðsins á Íslandi og ráðuneyti háskóla- og rannsókna í Frakklandi, um fjármögnunarmöguleika rannsóknaverkefna fyrir víðtækari þátttöku og eflingu evrópska rannsóknasvæðisins (þverstoð innan Horizon Europe).

Markmið kynningarinnar er að veita rannsakendum og rannsóknastofnunum á Íslandi upplýsingar um tækifæri til fjármögnunar innan þverstoðarinnar fyrir alþjóðlegt rannsóknasamstarf með sérstaka áherslu á franskar rannsóknastofnanir sem staðsettar eru í stjórnsýsluhéruðum Frakklands utan Evrópu.

Þverstoðin (e. Widening Participation and Strengthening the European Research Area) er fjármögnunaráætlun innan Horizon Europe og miðar að því að auka samstarf rannsakenda og rannsóknastofnanna. Markmiðið er að styrkja þátttöku svokallaðra “Widening Countries” sem eru að jafnaði með lægra árangurshlutfall í rannsóknaáætluninni. Jafnframt er markmiðið að stuðla að umbótum á evrópska rannsókna- og nýsköpunarkerfinu.

Í fyrsta hluta kynningarinnar, frá 13:00-14:30, verður farið yfir áætlunina sjálfa, næsta kall til umsókna og nokkur verkefni sem áður hafa hlotið styrk úr áætluninni verða kynnt.

Í seinni hluta kynningarinnar, frá 14:45-16:00 verður boðið upp á fjórar málstofur:

  • Líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfi
  • Landbúnað og sjálfsnægtir
  • Orkuskipti
  • Hug- og félagsvísindi

Á málstofunum munu franskar rannsóknastofnanir kynna þau verkefni sem eru að leita að alþjóðlegum samstarfsaðilum fyrir umsóknir í næsta kall fjármögnunaráætlunarinnar.

Þau frönsku landsvæði sem taka þátt í kynningunni eru Franska Gvæjana (French Guyana) í Suður-Ameríku, Martinique og Gvadelúpeyjar (Martinique and Guadeloupe) í Karíbahafi og Réunion (Reunion Island) í Indlandshafi.

Kynningin fer fram á ensku.

Þau sem vilja nánari upplýsingar og skrá sig á kynninguna er bent á að senda tölvupóst á netfangið: renaud.durville@diplomatie.gouv.fr

Smellið hér fyrir Facebook viðburð kynningarinnar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica