Auglýst er eftir umsóknum til starfslauna listamanna fyrir tónlistarflytjendur og sviðslistafólk

29.4.2022

Um er að ræða aukaúthlutun 2022 fyrir tónlistarflytjendur og sviðslistafólk. Umsóknarfrestur er 16. maí 2022 kl. 15:00.

Tónlistarflytjendur:

Til úthlutunar eru 150 mánuðir og þar af eru 50 mánuðir ætlaðir tónlistarflytjendum 35 ára og yngri.

Sviðslistafólk:

Til úthlutunar eru 50 mánuðir sem eru ætlaðir sviðslistafólki 35 ára og yngri.

Sviðslistasjóður fær 25 milljónir í auka-úthlutun. Þegar sótt er um verkefnisstyrk þá nægir að senda eina umsókn í sviðslistasjóð og gildir hún þá einnig fyrir listamannalaun ef við á.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á síðu sjóðsins 

Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum.

Umsóknarfrestur er 16. maí 2022 kl. 15:00

Úthlutun byggir á viðspyrnuátaki ríkisstjórnar vegna faraldurs.

Nánari upplýsingar: listamannalaun@rannis.is.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica