Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2025

3.5.2024

Umsóknarfrestur er til 14. júní 2024 klukkan 15:00.

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknaverkefni einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja.

Umsóknarfrestur er til 14. júní 2024, kl. 15:00.


Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér vel reglur Rannsóknasjóðs fyrir styrkárið 2025 áður en hafist er handa við gerð umsóknar. 

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku.

Nánari upplýsingar og aðgang að rafrænu umsóknarkerfi má nálgast á vefsíðu Rannsóknasjóðs

Frétt á ensku.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica