Creative Europe - MEDIA úthlutanir ársins 2022

20.2.2023

Tólf umsóknir bárust í fimm mismunandi sjóði Creative Europe - MEDIA á árinu 2022 frá íslensku kvikmyndagerðarfólki. Alls var sótt um u.þ.b. þrjár milljónir evra.

  • Radherrann

Af þessum tólf umsóknum fengu fjögur verkefni úthlutað styrk og fengu þau samtals 1.175.000 evrur. Einnig er niðurstaða væntanleg fljótlega fyrir eina umsókn í þróunsjóð MEDIA og aðra umsókn sem barst um dreifingarstyrk fyrir evrópskar kvikmyndir á Íslandi.

Átta íslenskar umsóknir bárust í sjónvarpssjóð MEDIA og fengu tvær sjónvarpsþáttaraðir úthlutun upp á hálfa milljón evru hvor:

  • Polarama ehf. fyrir Home is Where the Heart is
  • Sagafilm ehf. fékk úthlutun fyrir Ráðherrann 2

Tvær umsóknir bárust þróunarsjóði MEDIA:

  • Ein umsókn barst í þróun minni verkefnapakka og beðið er eftir niðurstöðum þar.
  • Ein umsókn barst í samþróunarsjóð (Co – development) og fékk úthlutun 120.000 evrur fyrir kvikmyndina Ljósbrot (When the light Breaks) sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir. Framleiðendur eru: Compass ehf. og franska fyrirtækið Eaux Vives Productions.

RIFF sendi inn umsókn sem kvikmyndahátíð og fékk úthlutað 55.000 evrur fyrir hátíðina sem haldin var haustið 2022.

Ein umsókn barst frá íslenskum dreifanda til að sýna evrópskar kvikmyndir á Íslandi og beðið er eftir niðurstöðu vegna hennar. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica