Evrópska starfsmenntavikan verður haldin 16.- 20. maí 2022

16.2.2022

Starfsmenntavikan er haldin ár hvert og miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun. Í evrópsku starfsmenntavikunni er starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu.

Skólar og aðrar stofnanir sem sinna starfsmenntun og fullorðinsfræðslu fá tækifæri til að kynna hvaðeina sem eykur áhuga á starfsmenntun, hver með sínu lagi. Þema starfsmenntavikunnar í ár er grænar áherslur í starfsmenntun.

Núna er kjörið tækifæri að taka þátt í starfsmenntavikunni og sameinast í kynningu á starfsmenntun og fullorðinsfræðslu hér á landi, hvort sem er með opnum eða stafrænum viðburðum. Því viljum við hvetja starfsmenntaskóla og aðrar starfsmennta- og fullorðins­fræðslu­stofnanir til að nýta tækifærið og vekja athygli á þeim möguleikum sem bjóðast varðandi starfsmenntun hér á landi t.d. að halda rafrænar kynningar, vefstofur, deila reynslusögum o.fl. Viðburðir geta farið fram hvenær sem er til ágústloka 2022.

Við hvetjum ykkur til að skrá viðburði sem fyrst svo þeir komist á kortið.

Skrá viðburð









Þetta vefsvæði byggir á Eplica