Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina

2.11.2017

Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember á Hótel KEA, Akureyri, kl. 12:00 – 13:00. Farið verður yfir Nordplus áætlunina og þær breytingar sem verða á nýrri áætlun fyrir árin 2018-2022.

Nordplus veitir styrki til allra skólastiga og allir sem starfa við menntamál, innan formlegra menntastofnana eða utan þeirra, geta sótt um í Nordplus, m.a er hægt að sækja um bekkjarheimsóknir, kennaraskipti, norræn tungumálaverkefni og samstarfsverkefni á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Sjá nánar.

Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2018.

Boðið verður upp á léttan hádegismat, súpu, brauð og kaffi á eftir.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku









Þetta vefsvæði byggir á Eplica