Lýst eftir umsóknum í 7.rá - Mannauður

11.4.2008

Alþjóðlegir Marie Curie styrkir eru ætlaðir til að veita vísindafólki frá löndum utan Evrópska rannsóknasvæðisins tækifæri til að stunda rannsóknir í löndum innan þess. Eftirfarandi styrkir eru veittir: International Incoming Fellowships, International Outgoing Fellowships og International European Fellowships. Umsóknarfrestur um þessa styrki er 19. mars 2008. Einnig er opið fyrir umsóknir í þjálfunarnet, Initial Training Networks, sem ætluð eru til að bæta starfsmöguleika ungs vísindafólks með því að veita þeim þjálfun og starfsþróun og auka möguleika þeirra til að nýta hæfni sína innan Evrópu. Umsóknarfrestur um þjálfunarnetin er 2. september 2008. Hér má nálgast nánari upplýsingar um opin köll. Hér er tengill í vinnuáætlun 2008 þar sem fram koma nánari upplýsingar. Umsóknir skal senda inn rafrænt fyrir kl. 17 að staðartíma í Brussel.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica