Vísindavaka 2008

11.7.2008

  

Vísindakaffi, samkeppnir og kynning á vísindum
Vikan fyrir Vísindavökuna verður einnig tileinkuð vísindunum og almenningi boðið í Vísindakaffi dagana 22.-25. september til að kynnast áhugaverðum viðfangsefnum vísindanna og fá tækifæri til að hitta vísindafólkið sjálft. Í aðdraganda Vísindavöku verður blásið til teiknisamkeppni og ljósmyndasamkeppni meðal barna og ungmenna um vísindi í daglegu lífi, kallað verður eftir tilnefningum um viðurkenningu fyrir vísindamiðlun og gefið út sérstakt blað tileinkað Vísindavökunni. Einnig munu erlendir gestir kynna viðfangsefni sín á Vísindavökunni. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi. Áætlað er að um 1.500 gestir sæki Vísindavökuna 2008.

 

Nánari upplýsingar um Vísindavökuna veitir Aðalheiður Jónsdóttir, verkefnastjóri á alþjóðasviði Rannís í netfangi alla@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica