Teiknisamkeppni barna

22.8.2008

Markmiðið með teiknisamkeppninni er að vekja börnin til umhugsunar um þau miklu áhrif sem vísindin hafa á daglegt líf okkar allra. Síðasti skiladagur mynda er 15. september 2008. Myndirnar skal senda til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík og merkja þær með fullu nafni barns, aldri, heimilisfangi og símanúmeri ásamt nafni forráðamanns og netfangi.

Verðlaun verða veitt í tveimur aldurshópum á Vísindavöku 2008 sem haldin verður í Listasafni Reykjavíkur 26. sept nk. Einnig verða allar myndirnar þar til sýnis. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica