Tilnefningar óskast til Vísindamiðlunarverðlauna Rannís

2.9.2008

Verðlaun eru 500 þúsund krónur sem verða afhent á Vísindavöku 2008 sem er haldin á árlegum degi evrópskra vísindamanna föstudaginn 26. september. 

Rannís óskar eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá hvaða sviði vísinda, tækni og fræða sem er. Með framlagi til vísindamiðlunar er átt við sérstakt framtak sem miðar að því að auka skilning og áhuga almennings á öllum aldri á vísindum og nýsköpun og mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna.

Með tilnefningu skal fylgja lýsing á viðkomandi framlagi.  Við val á verðlaunahafa verður lagt mat á brautryðjendastarf, frumleika og þann árangur sem viðkomandi einstaklingur hefur skilað til vísindamiðlunar. 

Tilnefningum skal skila fyrir 15. september 2008 til RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti til rannis@rannis.is merkt Vísindamiðlunarverðlaun. 

Dómnefnd skipa:  Eiríkur Smári Sigurðarson frá menntamálaráðuneytinu, Viðar Hreinsson framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunar, Ari Ólafsson Háskóla Íslands, verðlaunahafi árið 2006 og Elísabet M. Andrésdóttir alþjóðasviði RANNÍS.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica