Vísindakaffi 22., 23., 24. og 25. september

18.9.2008

Mánudagur 22. september
Líkami og losti á upphafsöldum kristni
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni fjallar um hvernig hugmyndir manna á Vesturlöndum um meinlæti, skírlífi, fjölskyldulíf og samskipti kynjanna hafa mótast út frá orðræðunni um líkama og losta í frumkristni.

 

Þriðjudagur 23. september
Hver á að passa mig?
Alyson Bailes og Silja Bára Ómarsdóttir frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fjalla um öryggismál út frá nýju sjónarhorni - það er alveg öruggt!   

 

Miðvikudagur 24. september
Náttúruhamfarir - hvað svo? 
Dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og
Fimm fræknar konur kafa ofan í snjóflóð og undir jarðskorpuna og velta upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara.

 

Fimmtudagur 25. september
Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellur?
Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands, Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Guðmundur H. Gunnarsson frá Matís þróuðu frumlegar og girnilegar nýjungar í rannsóknasamstarfi við bændur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica