Hvað er 7. rannsóknaráætlun ESB? Umsóknarferlið og hugmyndavinnan - námskeið

18.11.2008

Sigurður starfar sem framkvæmdastjóri hjá MarkMar ehf [http://markmar.is/index.html], sem er rannsóknafyrirtæki sem veitir þjónustu við gerð umsókna. Þjónusta þessi frá byrjun FP7 til dagsins í dag hefur stuðlað að sóknarárangri íslenskra rannsóknaraðila sem nemur alls um 4 milljónum Evra í FP7 styrkjum.

Efni námskeiðsins
Hvað er 7.rannsóknaáætlun ESB?
Umsóknarferlið og hugmyndavinnan
Val samstarfsaðila og fjárhagur verkefna
Ritun og frágangur umsókna
Rafræn skil á umsókna - EPSS
Samningaferlið og ræsing verkefnis
Rekstur verkefnis

Námskeiðið fer fram milli kl. 8:30.- 12:30 hjá Rannís, Laugavegi 13, 4. hæð. Þátttakendur skulu senda skráningu á netfangið elisabet@rannis.is fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 19.nóvember. Námskeiðsgjald er kr. 12.500 og innifalin eru námskeiðsgögn og kaffiveitingar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica