Rafrænir innviðir - ráðstefna í Osló

4.2.2009

Markmið málstofunnar er að fjalla um stafræna innviði á þeim sviðum sem norrænir vísindamenn hefðu hag af að efna til samstarfs um. Verkefnisstjórn um sjálfbært norrænt Grid samstarf hefur þegar verið sett á fót. Önnur tillaga er að kanna hvort ætti að opna landsgagnasöfn fyrir norræna vísindahópa. Frekari atriði  til umræðu eru "green computing" og samnýting á innviðum yfir landamæri.

Aðgangur að málstofunni er ókeypis og innifaldir eru 2 hádegisverðir og kvöldverður. Dagskráin er hér: http://www.nordforsk.org/_img/einfrastruktur_and_grid_workshop.pdf
Nánari upplýsingar um norræna eScience verkefnið er hér
 http://www.nordforsk.org/text.cfm?id=499&path=58,66
Skráning á málstofuna er hjá Erlendi Helgasyni, sérfræðingi hjá Nordforsk erlendur.helgason@nordforsk.org  fyrir 15. febrúar. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica