Evrópusamvinna um landið

24.3.2009

Það sem felst í aðstöðu  á viðskiptasetri er  skrifstofuhúsnæði, aðgangur að fundarherbergjum, þjónusta móttöku og símsvörunar, fagleg ráðgjöf og stuðningur Impru á Nýsköpunarmiðstöð og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og skapandi umhverfi og öflugt tengslanet fyrirtækja og starfsmanna Impru og Atvest.  Frumkvöðlar  þurfa sjálfir að sjá um tölvur og síma.

 Eyrin er staðsett í Þróunarsetri Vestfjarða ásamt fjölmörgum öðrum stofnunum og fyrirtækjum. En þar eru; Matís, Hafrannsóknarstofnunin, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Vinnumálastofnun, Fjórðungssamband Vestfjarða, Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fjölmenningarsetur, Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands, Rauði Krossinn, Ísfang, Skipamiðlun Gunnars Jónssonar, Teiknistofan Eik, Vinnueftirlitið , Starfsendurhæfing Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Viðskiptasetrið er ekki ósvipað frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar, Impra á Nýsköpunarmiðstöð rekur nú þegar 5 viðskipta- og frumkvöðlasetur; í Keflavík, á Höfn í Hornafirði auk þriggja í Reykjavík.

Hægt er að sækja um aðstöðu á Eyrinni á heimasíðu Impru;  http://www.impra.is/ eða hafa samband við Örnu Láru Jónsdóttir arnalara@nmi.is eða Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur sirry@nmi.is til þess að fá nánari upplýsingar. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica