Vísindavaka 2009

21.8.2009

Vísindavaka 2009 verður haldin föstudaginn 25. september. RANNÍS, stendur fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Markmiðið með framtakinu er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi. Heimasíða Vísindavöku er á www.rannis.is/visindavaka     

 

Vísindakaffi, teiknisamkeppni og kynning á vísindum
Vikan fyrir Vísindavökuna verður einnig tileinkuð vísindunum og almenningi boðið í Vísindakaffi dagana 21.-24. september til að kynnast áhugaverðum viðfangsefnum vísindanna og fá tækifæri til að hitta vísindafólkið sjálft. Í aðdraganda Vísindavöku verður einnig blásið til teiknisamkeppni fyrir börn um vísindi í daglegu lífi og mint á mikilvægi vísinda á margs konar hátt.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica