Fjölbreytt Vísindavaka í vændum

9.9.2009

  

Heiti verkefnis: Alþráðlausar mælieiningar
Verkefnisstjóri: Baldur Þorgilsson, Kine ehf., baldur()kine.is
Styrktegund: Verkefnisstyrkur
Verktími: 2 ár, hófst 2007
Styrkur alls: 20 millj. kr.
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 071240 

 

VERKEFNIÐ VAR STUTT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

 

Kine ehf. var fyrsta fyrirtækið í heiminum til þess að þróa alþráðlaust vöðvarit.

 

Verkefnið gekk út á að þróa áfram hið þráðlausa kerfi samkvæmt vísbendingum frá notendum um allan heim. Niðurstaðan er að ekkert bendir til annars en að með Kine-tækjunum fá viðskiptavinir tærasta merki sem völ er á og með sem minnstum truflunum á hreyfinguna.

 

Með einfaldari framsetningu er nú hægt að nota vöðvarit í klíník og hefur fjöldi íslenskra sjúkraþjálfara keypt tækin og nota reglulega. Þegar hafa heyrst góðar sögur (success stories) frá sjúklingum sem hafa náð bata með notkun tækjanna.

 

Auk þess tókst með þessu verkefni að bæta við nýju merki, hröðun, sem gerir Kine kleift að stækka markaðssvið sitt til muna.

 

Afrakstur:

Lengri endingartími rafhlaðna

Minna umfang mælibúnaðar

Ný merki, m.a. hröðun

Ný notkun: biofeedback fyrir klíník

Samvinna við ýmsa fræðimenn hérlendis og erlendis

Stærri markaður (bæði vegna tækniframfara og CE merkis) 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica