Evrópusambandið boðar til samráðs um stefnumótun í rannsóknum

23.2.2011

Í grófum dráttum ganga tillögurnar út á að sameina þurfi áætlanir Evrópusambandsins á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar frá og með árinu 2014. Hér er sérstaklega horft til rammaáætlana um rannsóknir og tækniþróun, nýsköpunaráætluninina CIP, European Institute of Technology og hluta af uppbyggingaráætlun sambandsins (cohesion policy). Gert er ráð fyrir frekara samstarfi við atvinnulíf og hagsmunahópa við mótun rannsóknastefnu og áhersla lögð á að samræma stefnu þátttökuríkja við rannsóknafjármögnun.

Grænbókin byggir að miklu leyti á þeirri stefnumótun sem áður hefur komið fram í EU 2020 og Innovation Union stefnumörkuninni. Íslenskir hagsmunaaðilar og aðrir þeir sem áhuga hafa á að kynna sér stefnumótun Evrópusambandsins á umræddu sviði eru hvattir til að kynna sér efni grænbókarinnar og taka þátt í samráðsferlinu á eftirfarandi vefslóð:

http://ec.europa.eu/research/csfri/index_en.cfm









Þetta vefsvæði byggir á Eplica