Styrkir og þjónusta fyrir vísindamenn

23.5.2011

Þá verður þjónusta Euraxess starfatorgsins og heimasíða þess euraxess.is  kynnt en Rannís er þjónustuaðili þess á Íslandi.  Að meðaltali eru 7000 störf auglýst á starfatorginu og nýverið bættist naturejobs.com í hóp samstarfsaðila. Þá eru rúmlega 6000 stofnanir og fyrirtæki skráðir notendur  og tæplega 60 þúsund vísindamenn.  Þjónustan er öllum opin og er án endurgjalds.

Síðast en ekki síst verður reynt að gefa innsýn inn í þær áskoranir sem fólk tekst á við þegar það ákveður að flytja búferlum. Heidi Pardoe, rannsóknastöðustyrkþegi hjá Rannsóknasjóði segir frá því hvernig er að starfa sem erlendur vísindamaður á Íslandi og Sophie Froment, mannauðsstjóri CCP  segir frá reynslu sinni af því að fá erlenda starfsmenn til landsins og sinni persónulegu reynslu en hún hefur sjálf búið í fjölmörgum löndum Evrópu.

Að erindum loknum verður boðið upp á veitingar.

Kynningin er öllum opin og aðgangur ókeypis.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica