Opnir fundir um mælikvarða fyrir virkni rannsókna og nýsköpunar

23.5.2011

Rannís og Vísinda- og tækniráð efna til tveggja opinna funda um mælikvarða fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun hjá smáþjóðum, föstudaginn 27. maí á Hótel Sögu, 2. hæð. Athugið að fundirnir fara fram á ensku. Skráning árannis@rannis.is

Fundirnir eru báðir opnir þeim sem hafa áhuga á málefnum mælikvarða fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun í litlum löndum og vilja hafa áhrif á þróun á þeim málum.

Fyrri hluti fundarins kl. 9-12 er einkum fyrir stefnumótandi aðila á sviði rannsókna og nýsköpunar. Eftir hádegið, kl. 13-17, beinist athyglin meira að praktískum málefnum um hönnun mælikvarða og notkun þeirra.

Dagskrá:

Kl. 9-12:  Gildi mælikvarða fyrir rannsóknir og nýsköpun

09:00 Opnunarávarp. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís

09:10 Gagnsemi mælikvarða fyrir rannsóknir þróun og nýsköpun: um hvað eru þessir mælikvarðar? Luke Georghiou, Institute of Innovation Research, Manchester University

09:30 Mælikvarðar smáþjóða - reynsla Íslands. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík

09:50 Sýn stærri fyrirtækja á mælikvarða rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Hilmar Janusson, Össuri

10:20 Kaffihlé

10:40 ERA-PRISM mælikvarðar. Patricia Laurens og Anna-Leena Asikainen

11:00 Hefðbundnir mælikvarðar fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun. Þorvaldur Finnbjörnsson, sviðsstjóri greiningarsviðs Rannís

11:15 Þróun mælikvarða fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun hjá smáþjóðum. Johan Hauknes, Nordisk institutt for studier av innovasjon, forskning og utdanning

11:40 Umræður um notagildi mælikvarða fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun hjá smáþjóðum. Gunther Clar og Maria Nedeva

 

Kl. 13-17:  Hönnun og notkun mælikvarða fyrir rannsóknir og nýsköpun

13:00 Hönnun mælikvarða fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun. Luke Georghiou, Institute of Innovation Research, Manchester University

13:40 Mælikvarðar á færni til rannsókna og nýköpunar. Anna María Pétursdóttir, Háskóla Íslands

14:00 Hönnun mælikvarða, rannsóknir á rannsóknun, þróun og nýsköpun lítilla landa. Patricia Laurens, Anna-Leena Asikainen og Stephanie Vella

14:20 Hönnun mælikvarða, gagnsemi fyrir atvinnulíf. Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins

14:40 Kaffihlé

15:00 Vinnuhópar

15:40 Samantekt og niðurstöður. Luke Georghiou, Institute of Innovation Research, Manchester University









Þetta vefsvæði byggir á Eplica