Styrkir til rafrænnar stjórnsýslu

5.7.2011

Rannsókna- og þróunarstyrkir að upphæð kr. 154 MKR til rafrænnar stjórnsýslu

Citizen-Centric eGovernment Services 2011.

Fyrirtæki, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og háskóladeildir geta nú í annað skipti sótt um rannsókna- og þróunarstyrki í þessa áætlun sem er samstarfsverkefni  Rannís, VINNOVA í Svíþjóð, ráðuneyti efnahags- og upplýsingamála í Eistlandi og NordForsk. 

Markmið áætlunarinnar  er að þróuð verði frumgerð að nýrri opinberri rafrænni þjónustu, eða að þjónusta sem er fyrir hendi er verði bætt verulega með þarfir borgara og samfélagsins í huga. Í hverju verkefni skal vera amk. einn aðili frá hverju samstarfslandanna þriggja (Eistlandi, Íslandi og Svíþjóð). Eingöngu fulltrúar þessara landa verða styrktir, en þátttakendur í verkefninu mega vera frá öllum Evrópuríkjum. Í hverju verkefni verða einnig að vera amk. einn fulltrúi opinberrar stjórnsýslu, einn frá rannsóknastofnun eða háskóla og einn frá fyrirtæki. 

Til úthlutunar eru 8,3 milljónir sænskra króna, að jafnvirði um 154 milljóna íslenskra króna. Reiknað er með að 4-6 verkefni hljóti um 2 milljónir sænskra króna í styrk. Lengd verkefna getur verið frá 12 upp í 36 mánuði.Umsóknafrestur er til 4. október nk

Um er að ræða framhald verkefnis sem á þessu ári styrkti fimm baltnesk-norræn þróunarverkefni; um aðgang almennings  að tölulegum upplýsingum hagstofa, að skjölum opinberra skjalasafna, um rafræna heilbrigðisþjónustu, rafrænar umsóknir um byggingaleyfi og heildarkerfi aðgangs borgara að rafrænni þjónustu (Citizen E-hub). Íslensku styrkþegarnir voru; SKÝRR, IDEGA, Hagstofan, Mannvirkjastofnun  og Þjóðskjalasafnið.

Áhugasömum aðilum er bent á að lesa vel texta um tilgang, æskilegar afurðir og hvaða þættir eru styrktir  áður en umsóknarundirbúningur hefst. Skjalið má nálgast hér.

VINNOVA sér um umsýslu áætlunarinnar. Nánari upplýsingar hér

Tengiliðir sem aðstoða við að finna samstarfsaðila í viðkomandi landi eru: 

Ísland: Margrét S. Björnsdottír, Háskóla Íslands / Rannís, msb@hi.is Tel: + 35 45254928 

Svíþjóð: Madeleine Siösteen Thiel, VINNOVA,  
madeleine.siosteen-thiel@VINNOVA.se  Tel: + 46 8 473 3142 

Eistland: Katrin Hänni, Ministry of Economics and Communication, Katrin.hanni@riso.ee Tel: + 37 26397604   

Hjá VINNOVA eru einnig til aðstoðar: 
Anna Bjurström:  Anna.bjurstrom@VINNOVA.se  Tel: + 46 8 4733089 
Johan Lindberg:  Johan.lindberg@VINNOVA.se  Tel: + 46 8 473 6453 
Annie Palm, administrative support:  Annie.palm@VINNOVA.se Tel: + 46 8 4733037









Þetta vefsvæði byggir á Eplica