Námsheimsóknir fyrir starfsmenntageirann

18.2.2013

Síðustu umsóknarfrestir um námsheimsóknir (Study Visits)

NÁMSHEIMSÓKNIR eru ein af þveráætlunum Menntaáætlunar ESB sem ætlað er að styðja við stefnumótun og samstarf í Evrópu. Um er að ræða þriggja til fimm daga heimsóknir lítilla (10-15 manna) hópa stjórnenda og sérfræðinga frá Evrópu til tiltekins lands með það að markmiði að kynnast mennta- eða fagsviði í einu landi auk þess að stuðla að tengslamyndun þátttakenda og móttakenda. Árlega gefst 10 Íslendingum kostur á að fara utan í námsheimsóknir.

Námsheimsóknir eru huti af Menntaáætlun ESB lifelong learning programme 2007-13 (LLP). Landskrifstofa Menntaáætlunar hefur séð um skipulag og styrkveitingar hér á landi, en CEDEFOPhttp://studyvisits.cedefop.europa.eu/, miðstöð Evrópusambandsins um þróun starfsmenntunar, sér um framkvæmdina á Evrópuvísu.

Nú er tímabil Menntaáætlunar ESB 2007-2013 að renna sitt skeið og ný áætlun tekur við á næsta ári, 2014. Þess vegna eru nú auglýstir síðustu umsóknarfrestir um námsheimsóknir í þeirri mynd sem þær hafa verið.

Fyrri umsóknarfrestur um námsheimsóknir sem ætlaðar eru sérfræðingum og stjórnendum á sviði menntunar og starfsþjálfunar er vegna námsheimsókna sem farnar verða á tímabilinu september 2013 til og með febrúar 2014 rennur út 28. mars 2013, kl. 10.00 að íslenskum tíma.

Seinni umsóknarfrestur verður 15. október 2013 vegna ferða sem farnar verða á tímabilinu mars til júní 2014. Alls eru um 180 heimsóknir í boði á skólaárinu 2013-2014. Sótt er um þátttöku í námsheimsóknunum rafrænt og er mikilvægt að virða umsóknarfrest, þar sem kerfinu er lokað þegar uppgefinn frestur er liðinn.

Nálgast má yfirlitsrit með nánari upplýsingum um þær námsheimsóknir sem í boði eru hér og frekari upplýsingar eru á vefsíðu námsheimsókna

Lögð er áhersla á að heimsóknirnar stuðli að því að sérfræðingar og stjórnendur í Evrópu miðli þekkingu sín á milli og á tímabilinu eru heimsóknir sérstaklega ætlaðar sérfræðingum og stjórnendum sem vinna að verkefnum sem tengjast ákveðnum þemum.
Eftirfarandi eru dæmi um ólíkar heimsóknir sem eru í boði fyrir umsóknarfrest 28. mars nk:

Frá menntun og þjálfun til vinnumarkaðar (Transition from education and training to the world of work) Heimsókn nr. 3 : Practice-oriented and demand-controlled vocational training ENSKA Ungverjaland 07/10/2013 - 11/10/2013

Tungumálakennsla og nám (Language teaching and learning) Heimsókn nr. 53: Improving motivation in language learning through immersion and serious games ENSKA Bretland 23/09/2013 - 27/09/2013

Notkun tölvutækni í námi (Use of ICT in learning) Heimsókn nr. 58: Tomorrow's teaching with virtual media ENSKA Danmörk 30/09/2013 - 04/10/2013

Jöfn tækifæri fyrir hópa sem standa höllum fæti (Equal opportunities for disadvantaged groups) Heimsókn nr. 94: Popular adult education gives marginalised groups a second chance ENSKA Svíþjóð 18/09/2013 - 20/09/2013

Gæðamat á landsvísu og í einstökum starfsgreinum, tengt Evrópska viðmiðunarrammanum um námsgráður og hæfniþrep-EQF, European qualification framework (National and sectoral qualifications frameworks linked to EQF) Heimsókn 107 "Role of social partners in developing national qualifications frameworks" ENSKA Þýskaland 21/10/2013 - 25/10/2013

Ofangreindar heimsóknir eru aðeins lítið brot af því sem í boði er. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Sverrisdóttir, netfang: margret.sverrisdottir@rannis.is sími 515 5800.

Umsóknir skal prenta út og senda til RANNÍS, Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Umsjón: Margrét Sverrisdóttir









Þetta vefsvæði byggir á Eplica