Vísindavaka 2013 - skráning sýnenda hafin

14.6.2013

Vísindavaka 2013 verður haldin föstudaginn 27. september í Háskólabíói. 

Stofnunum, háskólum og fyrirtækjum sem hafa áhuga á að taka þátt í Vísindavökunni með sýningarbás eða atriði, býðst að skrá sig til þátttöku fyrir 8. ágúst nk. Haft verður samband við áhugasama í framhaldinu til að láta vita hvort hugmyndin hefur verið valin til þátttöku í Vísindavökunni í ár.

Bæði verður boðið upp á hefðbundið sýningarsvæði og sali, þar sem hægt verður að vera með lifandi vísindamiðlun á sviði og eru þátttakendur hvattir til að nota aðstöðuna til að koma rannsóknum sínum á framfæri við almenning á áhugaverðan hátt.

Athugið að Vísindavaka er ætluð til að kynna rannsóknir og nýsköpun á lifandi hátt en ekki að vera almenn kynning á skólum, stofnunum eða fyrirtækjum.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í Vísindavökunni með sýningarbás eða atriði geta nálgast skjal með praktískum upplýsingum og skráningareyðublaði á heimasíðu vökunnar hér.

Einnig er velkomið að hafa beint samband við verkefnastjóra Vísindavökunnar, Aðalheiði Jónsdóttur kynningarstjóra Rannís í netfangi adalheidur.jonsdottir@rannis.is eða í síma 515 5800.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica